Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Jarðvangur opnar vefsíðu
Laugardagur 19. september 2015 kl. 07:39

Jarðvangur opnar vefsíðu

Reykjanes jarðvangur nær yfir allt land sveitarfélaganna Grindavíkurbæjar, Reykjanesbæjar, Sandgerðisbæjar, Sveitarfélagsins Garðs og Sveitarfélagsins Voga. Jarðvangurinn er samstarfsvettvangur sem byggir á því að nýta sérstöðu svæðisins, þ.e. merkilega jarðfræðiarfleið og einstaka jarðsögu, til verðmætasköpunar. Í tilfelli Reykjanes jarðvangs er það Atlantshafshryggurinn, flekaskilin og afleiðingar þeirra.

Lögð er áhersla á að koma sérstöðunni á framfæri með það að markmiði að upplýsa gesti um jarðfræðiarfleiðina ásamt sögu og menningu svæðisins. Um leið er reynt að vekja samfélagið til umhugsunar um þau tækifæri sem felast í nærumhverfinu til að styrkja stoðir fjölbreyttrar atvinnustarfsemi, s.s. ferðaþjónustu, matvælaframleiðslu o.fl.

Ný vefsíða Reykjanes Geopark
Reykjanes Geopark hefur sett í loftið nýja vefsíðu en hana má skoða hér.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024