Mánudagur 12. september 2016 kl. 18:02
Jarðstrengur grafinn í sundur í Vogum
Jarðstrengur var garfinn í sundur í Vogum með þeim afleiðingum að rafmagni sló út á öllum Suðurnesjum. Rafmagn er nú komið á að nýju í öllum byggðarlögum Suðurnesja utan Voga en einhvern tíma mun taka að koma rafmagni á þar að nýju.