Jarðstrengir verða lagðir til Helguvíkurálvers
Það er sameiginlegt álit bæjarstjórna Reykajensbæjar, Garðs og Sandgerðis að loftlína um Ósabotna, yfir Miðnesheiði til Helguvíkur sé ekki sú lausn sem bæjarfélögin fallist á. Þess í stað er lagt til í drögum að breytingum á aðalskipulagi að lagður veðri jarðstrengur frá Fitjum að Helguvík. Þannig verði engar loftlínur nærri byggð og engar raflínur lagðar um Ósabotna eða Miðnesheiði.
Um þetta er full samstaða sveitarfélaganna og Norðurál er sátt við þessa niðurstöðu fyrir sitt leyti. Þetta kom fram á opnum kynningarfundum um breytingar á aðalskipulagi Helguvíkursvæðis í Garði og Reykjanesbæ nú í vikunni.
Um þetta er full samstaða sveitarfélaganna og Norðurál er sátt við þessa niðurstöðu fyrir sitt leyti. Þetta kom fram á opnum kynningarfundum um breytingar á aðalskipulagi Helguvíkursvæðis í Garði og Reykjanesbæ nú í vikunni.