Jarðskjálftinn aukaupplifun fyrir gestina
Það lætur nærri að upptök jarðskjálftans í hádeginu hafi verið undir Bláa lóninu í Svartsengi. Þar fann fólk vel fyrir sjálftanum.
Magnea Guðmundsdóttir, kynningarstjóri Bláa lónsins, sagði í samtali við Víkurfréttir að mannvirki hafi nötrað í stutta stund og fólk fundið vel fyrir skjálftanum, sem var 3,8 á Richter. Hins vegar hafi allir verið rólegir og enginn ótti verið á meðal fólks. Skjálftinn í hádeginu hafi í raun verið aukaupplifun á íslenskri náttúru fyrir gesti Bláa lónsins.