Jarðskjálfti við Kleifarvatn
Jarðskjálfti af stærðinni 3,3 á Richterkvarða varð við suðvesturhorn Kleifarvatns, nálægt Krísuvík, kl. 19.41 í kvöld, samkvæmt upplýsingum Veðurstofu Íslands. Fáeinir minni skjálftar hafa fylgt í kjölfarið. Morgunblaðið á Netinu, mbl.is, greinri frá í kvöld.Að sögn Ragnars Stefánssonar jarðskjálftafræðings eru skjálftar af þessari stærð tiltölulega algengir á þessum lóðum, þegar til lengri tíma er litið.