Föstudagur 25. janúar 2013 kl. 09:21
Jarðskjálfti við Keili
Jarðskjálftinn sem varð á Reykjanesi í nótt átti upptök sín tæpa fjóra kílómetra austnorðaustan við Keili á Reykjanesskaga samkvæmt upplýsingum frá Veðurstofu Íslands. Hann var 3,1 að stærð og átti sér stað skömmu fyrir klukkan eitt í nótt.