Jarðskjálfti rétt við Grindavík
Jarðskjálfti 2,8 á Richter mældist um fjóra kílómetra norðaustan Grindavíkur kl. 17:35 í gær. Að sögn Bergþóru Þorbjarnardóttur, jarðeðlisfræðings á Veðurstofu Íslands, mældist annar skjálfti hálfri klst. síðar og reyndist hann vera 1,5 á Richter. Jarðhræringarnar hafa haldið áfram og í morgun mældist skjálfti 2 á Richter, segir á vef mbl.is.Bergþóra segir þetta ekki óvanalegt enda sé um sprungusvæði að ræða. Jarðeðlisfræðingar fylgist með þróun mála en þó var ekki vakt á Veðurstofunni í nótt.