Jarðskjálfti eða ekki?
Líklega um framkvæmdir að ræða
Í morgun bárust tilkynningar til Veðurstofu um jarðskjálfta á Suðurnesjum á milli hálf 11 og 11. Engir skjálftar hafa mælst á mælaneti Veðurstofunnar. Verið er að kanna mögulega orsök, líklega tengist þetta einhverjum framkvæmdum á svæðinu segir á vefsíðu Veðurstofu.
Jarðskjálfti upp á 2,0 á richter kom hins vegar fram á Suðurnesjum klukkan 11 í gærkvöldi. Skjálftinn sá kom upp 2,8 km suðaustur af Geirfugladrangi á Reykjaneshrygg.