BVT
BVT

Fréttir

Jarðskjálfti af stærðinni M5,0
Svona sýnir map.is okkur jarðskjálfta næturinnar. Skjálftinn sem reyndist M5,0 er í miðju landrisinu.
Fimmtudagur 9. nóvember 2023 kl. 01:30

Jarðskjálfti af stærðinni M5,0

Stærsti jarðskjálftinn í jarðskjálftahrinunni sem hófst við Grindavík fyrir rúmum hálfum mánuði varð kl. 00:46 í nótt. Hann mældist M5,0 með upptök á 2,8 km dýpi 3,5 km. NNV af Grindavík. Segja má að sá skjálfti hafi orðið í miðju landrisinu vestan við Þorbjörn.

Alls hafa orðið sextán jarðskjálftar eftir miðnætti sem eru M3,0 eða stærri. Þrír eru sagðir stærri en M4,0 og sá stærsti er staðfestur M5,0.

Íbúi í Grindavík sem Víkurfréttir ræddu við í nótt lýsir ástandinu þannig að það sé næst stanslaus titringur á húsinu hjá viðkomandi.

Fjölmargir af jarðskjálftunum sem riðið hafa yfir í nótt eru grunnir eða á mun minna dýpi en þar sem syllan er sögð vera, sem er á um 5 km dýpi.

Dubliner
Dubliner