Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Jarðskjálfti af stærð M5,4
Sunnudagur 14. mars 2021 kl. 15:02

Jarðskjálfti af stærð M5,4

Mjög öflugur jarðskjálfti að stærð M5,4 varð suðvestur af Fagradalsfjalli kl. 14:15 í dag. Vörur hrundu úr hillum í verslun Nettó í Grindavík og víða á heimilum í Grindavík. Skjálftinn er sá næstöflugasti sem orðið hefur í hrinunni sem hófst 24. febrúar sl.

Nokkrir öflugir eftirskjálftar hafa orðið og íbúi í Grindavík sem blaðamaður heyrði frá sagði að titringur hafi ekki stoppað síðan stóri skjálftinn varð áðan.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024

Mælar veðurstofu Íslands sýna ekki gosóróa.

Tilkynning Veðurstofunnar:

Nú rétt í þessu kl. 14:15 varð jarðskjálfti af stærð 5,4 um 2,5 km V af Nátthaga. Tilkynningar hafa borist frá Sauðakróki og Vestmannaeyjum.

Í hádeginu 12:34 varð jarðskjálfti af stærð 5,0 í sunnanverðu Fagradalsfjalli. Hann fannst vel á SV-horni landsins.

Í dag 14. mars hafa mælst rúmlega 1400 jarðskjálftar sjálfvirkt. Stærsti skjálftinn mældist kl. 04:40 af stærð 4,2 við Fagradalsfjall.