Jarðskjálfti á Reykjanesi
Jarðskjálfti upp á M4,2 varð á Reykjanesi kl. 10:32 og fannst vel í Reykjanesbæ.
Skjálftinn var 4,6 km. NNV af Reykjanestá en skjálftinn er ennþá óyfirfarinn.
Frá Veðurstofu Íslands
Nú kl. 10:32 varð jarðskjálfti af stærð M4,2 um 3 km NV af Gunnuhver á Reykjanesi. Skjálftinn fannst víða á Reykjanesi, m.a. á Veðurstofunni. Nokkrir smærri eftirskjálftar hafa fylgt.