Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Jarðskjálftar við Grindavík
Rúmlega sextíu skjálftar hafa mælst á Reykjanesskaga vikuna 1. til 7. ágúst. Mynd af vef Veðurstofunnar.
Fimmtudagur 11. ágúst 2016 kl. 09:45

Jarðskjálftar við Grindavík

Þrír jarðskjálftar urðu við Grindavík í gærkvöld. Frá þessu er greint á vefnum Grindavik.net. Fyrsti skjálftinn var 1,3 stig og kom hann klukkan 18:35. Næsti kom átta mínútum síðar og sá síðasti klukkan 22:48. Íbúar í Grindavík fundu margir hverjir vel fyrir skjálftunum.

Á vef Veðurstofunnar kemur fram að rúmlega sextíu jarðskjálftar hafi mælst á Reykjanesskaga vikuna 1. til 7. ágúst. Sá stærsti var 2,6 að stærð og voru upptök hans við Sýrfell.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024