Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Jarðskjálftar í Grindavík
Mánudagur 22. janúar 2018 kl. 10:12

Jarðskjálftar í Grindavík

Nokkrir snarpir jarðskjálftar urðu í Grindavík í gærkvöldi en þeir voru kröftugir og fann fjöldi bæjarbúa fyrir þeim.

Fyrsti skjálftinn kom kl. 21:15 og var hann 3,5 á Richter, næsti kl. 21:17 og var hann 2,3, þriðji snarpi skjálftinn fylgdi í kjölfarið, hann kom kl. 22:51 og var 2,8.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024

Nánari upplýsingar um staðsetningu skjálftana og upplýsingar er að finna inn á vedur.is.

Að sögn bæjarbúa glumdi í glösum í skápum en upptök skjálftans voru rétt norðaustan við Grindavík og fylgdu nokkrir minni skjálftar í kjölfarið.