Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Jarðskjálftar finnast á Suðurnesjum
Hér eru upptök þeirra jarðskjálfta sem verið hafa nú síðdegis.
Fimmtudagur 9. maí 2013 kl. 17:30

Jarðskjálftar finnast á Suðurnesjum

Tveir jarðskjálftar hafa fundist í Reykjanesbæ og víðar á Suðurnesjum nú síðdegis. Sigurður Ragnarsson veðurfræðingur upplýsir á Facebook að sjálftarnir hafi orðið 67 kílómetra suðvestur af Keflavík. Samkvæmt fyrstu reikningum var fyrri skjálftinn 4,0 á Richter en sá síðari 3,4.

Á ritstjórnarskrifstofu Víkurfrétta, á 4. hæð í Krossmóa í Reykjanesbæ, hristist allt í skamma stund og glumdi í gleri.

Skjálftahrina hefur verið undanfarnar klukkustundir á Reykjaneshrygg og í morgun varð sjálfti upp á 4,2 stig á Richter á hryggnum sem fannst vel bæði í landi og þá hafa sjómenn lýst höggi sem kom á báta í sjálftanum.
 

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024