Karlakór Kef kertatónleikar
Karlakór Kef kertatónleikar

Fréttir

Jarðskjálftar á Reykjanesi í morgun
Fimmtudagur 27. mars 2003 kl. 14:20

Jarðskjálftar á Reykjanesi í morgun

Um áttaleytið í morgun urðu þrír jarðskjálftar á Reykjanesskaga. Fyrsti skjálftinn átti upptök á Reykjanestá kl. 7.55 og var 2,1 á Richter samkvæmt sjálfvirkum mælum. Fimm mínútum síðar varð annar á sama stað sem var 2,7 samkvæmt sjálfvirkum mælum og á sama mund varð annar 2,5 með upptök við Svartsengi norður af Grindavík.

Tölur um stærð eru með fyrirvara því jarðskjálftafræðingar eiga eftir að fara yfir útreikningana. Kyrrt hefur verið á þessum slóðum síðan.

Ljósmynd: Mats Wibe Lund
Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024