Hilmar Bragi Bárðarson skrifar
föstudaginn 10. febrúar 2023 kl. 22:10
Jarðskjálftahrina við Reykjanestá
Jarðskjálftahrina hófst í kvöld við Reykjanestá. Tugir skjálfta hafa orðið í hrinunni og þegar þetta er skrifað um kl. 22 hafa orðið fimm skjálftar af stærðinni M3,0 eða stærri. Sá stærsti varð stundarfjórðungi fyrir klukkan átta í kvöld og mældist M3,8 með upptök 5 km. vestur af Reykjanestá.