Mánudagur 9. júlí 2007 kl. 11:09
Jarðskjálftahrina við Krísuvík
Í morgun kl. 07:42 varð jarðskjálfti að stærð 3,5 með upptök við Krísuvík á Reykjanesskaga. Fáeinir eftirskjálftar fylgdu í kjölfarið. Skjálftinn fannst í Reykjanesbæ. Skjálftar eru algengir við Krísuvík.
Mynd: Jarðskjálftahrina við Krísuvík 9. júlí 2007
.