Jarðskjálftahrina við Eldeyjarboða
Nokkrir jarðskjálfar hafa verið í gærkvöldi og nótt á Reykjaneshrygg og hafa upptökin verið suður af Eldeyjarboða. Samkvæmt skjálftalista á vef Veðurstofunnar mældist stærsti skjálftinn 3,3 stig á Richter klukkan 20:26 í gærkvöldi og hafa nokkrir skjálftar rétt innan við 3 stig orðið í kjölfarið, segir á vef Morgunblaðsins, mbl.is.
Myndin: Græna stjarnan sýnir staðsetningu skjálftans sem var yfir þrír af stærð. Efst í hægra horninu er hæll Reykjanesskagans. Kort af vef Veðurstofu Íslands.