Jarðskjálftahrina við Eldey
Talsvert hefur verið um jarðskjálfta við Eldey í dag. Skjálftarnir eru fremur smáir, flestir í kringum tvö stig á Richter. Jarðskjálftahrinur er algengar á þessum slóðum og geta staðið yfir í nokkra daga. Þær orsakast yfirleitt af flekahreyfingum og þurfa ekki endilega að vera undanfari eldsumbrota.
Mynd: Á þessu korti Veðurstofunnar sést staðsetning skjálftanna.