Jarðskjálftahrina út af Reykjanesi í nótt
Jarðskjálftahrina varð í nótt út af Reykjanesi. Sterkastir urðu skjálftarnir skömmu fyrir kl. 6 í morgun, og var stærsti skjálftinn þá 4,2 á Richter-kvarða. Margir skjálftanna voru yfir 3 stig. Upptökin eru um 40 km suðvestur af Reykjanesi, nánar tiltekið um 2-3 km vestur af Geirfugladrangi.Samkvæmt upplýsingum frá Veðurstofunni eru jarðskjálftahrinur þekktar á þessum slóðum.
Morgunblaðið á Netinu greindi frá í morgun. Skjálftakort af vef Veðurstofu Íslands.
Morgunblaðið á Netinu greindi frá í morgun. Skjálftakort af vef Veðurstofu Íslands.