Jarðskjálftahrina í Krísuvík
Jarðskjálftahrina hefur gengið yfir í Krísuvík síðan í gær og hefur í kringun annan tug skálfta komið fram á mælum Veðurstofunnar. Allt eru þetta smáskjálftar, sá stærsti um 2 stig á Richter og hafa þeir flestir komið fram við syðri enda Kleifarvatns.
Að sögn Þórunnar Skaftadóttur, jarðfræðings hjá Veðurstofu Íslands, eru slíkar skjálftahrinur ekki óalgengar á þessum slóðum og er þessi órói ekki fyrirboði neinna tíðinda.
Að sögn Þórunnar Skaftadóttur, jarðfræðings hjá Veðurstofu Íslands, eru slíkar skjálftahrinur ekki óalgengar á þessum slóðum og er þessi órói ekki fyrirboði neinna tíðinda.