Karlakór Kef kertatónleikar
Karlakór Kef kertatónleikar

Fréttir

Jarðskjálftahrina heldur vöku fyrir Grindvíkingum
Miðvikudagur 17. ágúst 2011 kl. 01:55

Jarðskjálftahrina heldur vöku fyrir Grindvíkingum

Jarðskjálftahrina er nú yfirstandandi í Grindavík. Hún hófst kl. 01:15 og stendur enn þegar þetta er skrifað og heldur vöku fyrir Grindvíkingum. Stærstu skjálftarnir eru upp á 2,8 stig en fyrr í kvöld varð skjálfti sem Veðurstofa Íslands hefur reiknað sem skjálfta upp á 3,4 stig. Hann fannst greinilega í Grindavík og hreyfði við lausum munum í hillum í Grindavík.


Uppfært kl. 01:58 Annar jarðskjálfti upp á 3,3 stig varð í Grindavík kl. 01:34 og mínútu síðar varð annar upp á 2,4 stig.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024

Jarðskjálftar eru algengir á Reykjanesskaganum en skjálftarnir í kvöld og nú í nótt eru alveg við byggðina í Grindavík og finnast því vel.


Kort og tafla af vef Veðurstofu Íslands.