Karlakór Kef kertatónleikar
Karlakór Kef kertatónleikar

Fréttir

Jarðskjálfar túlkaðir sem gikkskjálftar vegna þrýstings við Fagradalsfjall
Gikkskjálftum fylgir gjarnan grjóthrun og eru ferðamenn hvattir til að sýna aðgát í bröttum hlíðum. VF-mynd: Jón Steinar Sæmundsson
Þriðjudagur 28. desember 2021 kl. 20:19

Jarðskjálfar túlkaðir sem gikkskjálftar vegna þrýstings við Fagradalsfjall

Í dag kl. 14:29 mældist jarðskjálfti við Hofmannaflöt, milli Sveifluháls og Núpshlíðarháls af stærðinni 3,9 sem fannst vel á Höfuðborgarsvæðinu og austur á Hellu.

Fyrr í morgun, kl. 06:25, mældist skjálfti rétt sunnar en á sömu slóðum af stærðinni 3,4.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024

Síðan á miðnætti hafa mælst um 860 jarðskjálftar á öllum Reykjanesskaganum. Í gær mældust rétt undir 2300 jarðskjáfltar þar.

Þessir jarðskjálfar eru túlkaðir sem gikkskjálftar og talið er að orsök þeirra megi rekja til aukins þrýstings við Fagrdalsfjall vegna kvikusöfnunar.

Gikkskjálftum fylgir gjarnan grjóthrun og eru ferðamenn hvattir til að sýna aðgát í bröttum hlíðum.