Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Jarðhræringar ræddar á fjölmennum fundi í bæjarráði Reykjanesbæjar
Þriðjudagur 11. febrúar 2020 kl. 15:17

Jarðhræringar ræddar á fjölmennum fundi í bæjarráði Reykjanesbæjar

Jarðhræringar við Grindavík voru ræddar á fjölmennum fundi í bæjarráði Reykjanesbæjar í síðustu viku.

Á fundinn mættu Fannar Jónasson, bæjarstjóri Grindavíkur, Tómas M. Sigurðsson, Yngvi Guðmundsson og Finnur Beck frá HS Orku, Egill Sigmundsson og Júlíus Jónsson frá HS Veitum, Jón Guðlaugsson, slökkviliðsstjóri Brunavarna Suðurnesja og framkvæmdastjóri Almannavarna Suðurnesja utan Grindavíkur, Gunnar Schram frá lögreglunni á Suðurnesjum, Friðjón Pálmarsson og Ágúst Gunnar Eyjólfsson frá almannavarnadeild Ríkislögreglustjóra og Guðlaugur H. Sigurjónsson, sviðsstjóri umhverfis- og skipulagssviðs.

Á fundinum voru kynntar þær áætlanir sem fyrir liggja. Fram hefur komið að gríðarlega mikil vinna hefur verið unnin við áætlanagerð á fyrstu dögunum eftir að óvissustigi vegna landriss var lýst yfir.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024