Mánudagur 16. mars 2020 kl. 10:09
Janusarverkefnið í frí á meðan samkomubann gildir
Frekari takmarkanir verða á fjölþættri heilsueflingu 65+/Janusarverkefni í Reykjanesbæ á meðan samkomubann gildir. Verkefnið fer í frí á meðan á samgöngubanni stendur og greiðsla þátttakenda fellur niður á þeim tíma. Þetta kemur fram í gögnum neyðarstjórnar Reykjanesbæjar sem fundar daglega.