Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Fimmtudagur 21. september 2000 kl. 12:24

Jankó hættur með Grindavík

Milan Stefán Jankovich, þjálfari úrvalsdeildarliðs Grindvíkinga í knattspyrnu hefur sagt starfi sínu lausu. Engin skýring fylgdi uppsögninni.Jankó eins og hann er kallaður hefur gert góða hluti í Grindavík og endaði liðið í 3. sæti í Landssímadeildinni í sumar en það er besti árangur Suðurnesjaliðsins frá upphafi. Júgóslavneski þjálfarinn hefur verið í Grindavík í mörg ár og gaf hann enga skýringu fyrir því að hann hefði ekki áhuga á að þjálfa lengur í Grindavík. Hann fór utan í morgun í sumarfrí. Þessi ákvörðun hans kom heimamönnum í opna skjöldu en þeir verða nú að fara að leita að eftirmanni hans. Ólíklegt þykir að þeir verði í vandræðum með það því vel hefur verið staðið að málum í Grindavík og eru stórtækar hugmyndir í gangi hjá nýju hlutafélagi sem stofnað var í vor, m.a. bygging nýrrar stúku og fleira.
Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024