Jana og Dimma aldursforsetar í Grindavík
Bæjaryfirvöld í Grindavík hafa birt lista yfir alla hunda og ketti sem eiga heimili í Grindavík og hafa verið skráðir hjá Heilbrigðiseftirliti Suðurnesja. Á listunum má finna 110 hunda af ýmsum tegundum og 56 ketti en tegundir þeirra eru ekki tilteknar.
Það vekur athygli á listunum að elsti köttur Grindavíkur er hin 19 ára gamla Jana sem býr við Iðavelli í Grindavík. Dimma er hins vegar elsti hundur/tík Grindavíkur. Hún er fædd árið 1996 og því 16 ára gömul.
Á veg bæjaryfirvaldsa segir að birting upplýsinga um hunda og ketti í bænum er jafnframt hugsuð til hvatningar fyrir þá hunda- og kattaeigendur sem eru með óskráða dýr að ganga frá sínum málum í samræmi við reglur, en á listunum vef Grindavíkurbæjar eru heimilisföng dýranna, auk nafna þeirra, fæðingarári og hvenær þau voru fyrst skráð hjá Heilbrigðiseftirliti Suðurnesja.