Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Jamie Kennedy kominn til landsins
Þriðjudagur 28. desember 2004 kl. 09:39

Jamie Kennedy kominn til landsins

Jamie Kennedy kom til landsins í morgun en hann mun vera með uppistand á Broadway þann 30. desember næstkomandi. Hann var ekki undir það búinn að koma í snjóinn og slabbið á Íslandi því hann var klæddur í inniskó en mundi þó eftir hlýjum fatnaði ef marka má dúnúlpuna hans.

Honum fannst það einkennilegt að það væru til „papparassar“ á Íslandi en hann var bæði kurteis og almennilegur við ljósmyndara Víkurfrétta. Hann stillti sér upp áður en hann steig upp í bifreið sem flutti hann til Reykjavíkur á hótelið sem hann gistir á.

Ísleifur Þórhallsson, eigandi og framkvæmdastjóri event.is, sótti hann á flugvöllinn og tjáði honum að ljósmyndari Víkurfrétta væri eini „papparassinn“ á Íslandi og gerði Jamie Kennedy það að umtalsefni í útvarpsþætti Tvíhöfða á X-inu nú fyrir skömmu.

Myndin: Jamie Kennedy við komuna til Íslands upp í Flugstöð Leifs Eiríkssonar í morgun VF-mynd: Atli Már Gylfason
Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024