Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Jákvæður fyrir því að breyta helgaropnun sundlaugarinnar
Fimmtudagur 31. júlí 2014 kl. 09:30

Jákvæður fyrir því að breyta helgaropnun sundlaugarinnar

Nýlega spruttu fram umræður á vefnum Reykjanesbær - gerum góðan bæ betri á Fésbókinni um helgaropnun sundlauga á Suðurnesjum en laugarnar loka flestar kl.18 eða fyrr á laugardögum og sunnudögum. Sammæltust flestir um að gott væri ef sundlaugarnar gætu haft opið fram á kvöld um helgar yfir sumartímann. Víkurfréttir höfðu samband við Ragnar Örn Pétursson íþróttafulltrúa hjá Reykjanesbæ sem sagðist ætla að skoða málið með opnum huga, en opnunartíminn um helgar var lengdur fyrir nokkrum árum.

„Við í sundlauginni tökum öllum umræðum og óskum viðskiptavina vel og erum t.d. nýlega búin að breyta opnunartímanum á morgnana í 6.30 en áður var það 6.45. Síðan var gerð breyting fyrir nokkrum árum á helgaropnuninni. Það var opið frá 8-17 á laugardögum og 9-16 á sunnudögum. Við samræmdum þetta og höfum nú opið frá 8-18 báða daga helgarinnar. Hins vegar er ágætt að minna á að sundlaugargestir hafa alltaf auka hálftíma áður en rekið er upp úr og því er hægt að borga sig inn rétt fyrir klukkan 18 um helgar og kl. 20 á virkum dögum, og synda eða slaka á í pottunum í hálftíma.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024

Huga þyrfti að ýmsu ef opnunartími yrði lengdur um helgar. Jafnvel mætti skoða hvort mögulegt væri að seinka opnunartíma um helgar til 9 en ef opnunartími myndi lengjast þyrfti að bæta við starfsfólki. „Vaktirnar um helgar eru 12 tímar og við þyrftum að endurskoða það ef opnunartími myndi breytast. Tvískiptar vaktir myndu þýða fjölgun starfsmanna sem eykur rekstarkostnað til muna. Annars er hitt í stöðunni að seinka opnunartímanum á morgnana um helgar og opna þá kl. 9, það væri alveg hægt að skoða það með opnum huga. En þá er spurning hvort við séum að fá aukinn fjölda viðskiptavina eða hvort við séum að gefa viðskiptavinum aukið svigrúm til þess að mæta. Það verður að skoða allar hliðar málsins áður en farið er út í breytingar, en við fögnum umræðunni og ræðum þessi mál okkar á milli, starfsfólk sundlaugarinnar,“ segir Ragnar.