Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Jákvæðar fréttir frá Reykjanesbæ
Miðvikudagur 7. október 2015 kl. 14:39

Jákvæðar fréttir frá Reykjanesbæ

Mun fleiri jákvæðar fréttir en neikvæðar hafa birst í fjölmiðlum frá Reykjanesbæ það sem af er ári þrátt fyrir erfiðleika í rekstri bæjarins og erfiðar ákvörðunartökur bæjaryfirvalda. Það sýnir að margt gott er að gerast í bæjarfélaginu sem vert er að veita athygli og gaman er að segja frá.

Samkvæmt upplýsingum frá Fjölmiðlavakt Credit Info eru fréttir frá Reykjanesbæ jákvæðar í 32,98% tilfella, neikvæðar eru að jafnaði 6,84% og hlutlausar og jafnaðar fréttir samtals 60,18%. Á níu mánaða tímabili hafa 212 fréttir verið jákvæðar, 44 verið neikvæðar og hlutlausar og jafnaðar fréttir 387 talsins.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024

Vöktun Credit Info nær yfir alla fjölmiðla landsins, blöð, útvarp, sjónvarp, netmiðla og ýmsa sérvefi en einnig erlenda netmiðla. Áðurnefndar tölur eru frá 1. janúar til 30. september 2015.