Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Jákvæð rekstrarafkoma, lágir skattar og litlar skuldir
Fimmtudagur 11. júní 2015 kl. 11:19

Jákvæð rekstrarafkoma, lágir skattar og litlar skuldir

Bæjarstjórn Grindavíkurbæjar undirritaði á dögunum ársreikning bæjarins eftir aðra umræðu. Helstu niðurstöður eru þær að 195 milljón króna rekstrarafgangur varð á árinu 2014. Er þetta sérstaklega jákvæður árangur í ljósi þess hve lág útsvarsprósenta Grindavíkur er sem og fasteignagjöld, en útsvar í Grindavík er 13,99% meðan landsmeðaltal er 14,52%. Fasteignagjöld á íbúðarhúsnæði er þar að auki með þeim lægstu á landinu.

Rekstur í samanteknum reikningsskilum A og B hluta skilaði 400,7 milljónum króna í veltufé frá rekstri sem er 16,5% af heildartekjum.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024

Fjárfestingar voru miklar á árinu 2014, eða 806,3 milljónir kr. Helstu liðir eru framkvæmdir við nýtt bókasafn og tónlistarskóla og viðbyggingu við íþróttamiðstöð.  Á árinu voru engin ný lán tekin og voru framkvæmdirnar fjármagnaðar með veltufé og um 289,6 milljónum af handbæru fé.

Þrátt fyrir þessar fjárfestingar er eignastaða Grindavíkurbæjar mjög sterk, en handbært fé í árslok 2014 var 1.297,4 milljónir króna.

Heildareignir eru 8.174,9 milljónir króna. Heildarskuldir og skuldbindingar eru 1.517,6 milljón króna. Lífeyrisskuldbinding er um 483,6 milljón króna og þar af er áætluð næsta árs greiðsla 19,7 milljónir króna. Langtímaskuldir eru 743,1 milljón króna og þar af eru næsta árs afborganir 26,9 milljónir króna.

Eigið fé í samanteknum reikningsskilum er 6.657,3 milljónir króna og er eiginfjárhlutfall 81,4%, sem er með því hæsta á landinu.

Skuldahlutfall A- og B-hluta skv. 2. tl. 64. gr. sveitarstjórnarlaga nemur 62% af reglulegum tekjum. Þar af eru 20% vegna skuldar sem til er komin vegna kaupa á Orkubraut 3 af HS Orku hf. en sú skuld er 492,9 milljónir króna og er greidd með auðlindagjaldi og lóðarleigu frá HS Orku hf.

Skuldaviðmið er negatíft í A-hluta þar sem hreint veltufé er hærra en heildarskuldir að teknu tilliti til frádráttar vegna lífeyrisskuldbindingar. Í A- og B-hluta er skuldaviðmiðið 6,6%