Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Miðvikudagur 16. febrúar 2000 kl. 16:20

Jákvæð ímynd fyrir bæjarfélagið segir Ellert Eiríksson, bæjarstjóri Reykjanesbæjar

„Reykjaneshölli mun bæta æfingaaðstöðu íþróttafólks mjög mikið, sérstaklega yfir vetrarmánuðina“, segir Ellert Eiríksson bæjarstjór Reykjanesbæjar þegar hann er spurður um þýðingu Reykjaneshallarinnar fyrir bæjarfélagið. „Reykjaneshöllin er ætluð til alhliða íþróttaiðkunar fyrir unga sem aldna bæjarbúa. Ég tel einnig að húsið skapi Reykjanesbæ jákvæða ímynd og gefi ferðaþjónustuaðilum ný sóknarfæri“, segir Ellert. Hann segir að viðbrögð bæjarbúa svo og þeirra sem koma úr öðrum héruðum, hafi yfirleitt verið mjög jákvæð og góð. „Nú þegar mannvirkið er risið, kemur vel í ljós frábært útlit og hvað það fellur í raun vel inn í umhverfið. Á þessu hafa margir haft orð“, segir Ellert. „Í heild er ég mjög ánægður með árangurinn og sérstaklega vönduð vinnubrögð starfsmanna Verkafls hf. Það er auðséð að mikill metnaður hefur fylgt verkinu frá upphafi og er byggingin hin vandaðasta í hvívetna. Mikilvægi og not af þessari framkvæmd í heild verður miklu meiri en menn þorðu að vona þegar lagt var af stað“, segir Ellert Eiríksson og það vottar fyrir stolti í röddinni.
Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024