Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Jákvæð ímynd byrjar heima
Reykjanesviti.
Miðvikudagur 26. júlí 2017 kl. 06:00

Jákvæð ímynd byrjar heima

-Taka myndir af #góðarsögur og geta unnið ferð til Evrópu fyrir tvo

Myndaleiknum #góðarsögur var nýlega ýtt úr vör og nú þegar hafa hlaðist inn fjölmargar myndir af náttúruperlum og fólki af Suðurnesjunum. Um ræðir lið í markaðsátaki sem staðið hefur yfir í um eitt og hálft ár og miðar að ímyndarbreytingu.

Dagný Gísladóttir, verkefnastjóri hjá Heklunni atvinnuþróunarfélagi, segir að leikurinn hafi farið býsna vel af stað og sé afar auðveldur. Aðalmálið sé að mynda það sem augap grípi á Reykjanesi og deila á Instagram með myllumerkinu #godarsogur.

Til mikils er að vinna og meðal vinninga í leiknum er til dæmis ferð fyrir tvo til Evrópu með WOW air auk fjölda annarra vinninga sem lesa má meira um á heimasíðu leiksins. Þar má einnig skoða þær myndir sem þegar hafa safnast.  Þeir sem vilja vera með í leiknum verða þó að opna Instagram reikninginn sinn og stilla á public, þannig geti það komið sínum myndum áleiðis í keppnina.

„Markmið leiksins er að vekja athygli á Reykjanesi á jákvæðan hátt, bæði meðal landsmanna og íbúa sjálfra. Jákvæð ímynd byrjar heima og við hvetjum til þess að við segjum sjálf okkar sögu og séum stolt af okkar heimabyggð. Alltof oft hefur umræðan verið á neikvæðum nótum og þá gleymist það góða sem býr á svæðinu. Það býr mikill kraftur á Reykjanesi, hér er hlutfall ungs fólks hátt enda margir sótt vinnu og ný tækifæri hér. Við höfum verið þekkt fyrir að taka breytingum og nýjungum með opnum huga og því má segja að Reykjanesið sé byggt á frumkvöðlahugsun og í dag eru tækifærin mörg,“ útskýrir Dagný sem hvetur alla til að smella af mynd á Reykjanesinu og dreifa þannig fegurð Reykjanessins, hvort sem úr náttúrunni eða mannlífinu, sem víðast.

Leikurinn stendur yfir til 3. september og mun dómnefnd velja sigurvegara.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024