Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Jakob lauk farsælum ferli hjá Landhelgisgæslunni
Jakob Ólafsson, flugstjóri hjá Landhelgisgæslunni, er lentur!
Mánudagur 27. nóvember 2023 kl. 16:18

Jakob lauk farsælum ferli hjá Landhelgisgæslunni

Njarðvíkingurinn Jakob Ólafsson, flugstjóri hjá Landhelgisgæslunni, lauk farsælum ferli þegar hann lenti eftirlitsflugvélinni TF-SIF í síðasta sinn á flugvellinum í Catania nú síðdegis.

Um þessar mundir er TF-SIF og áhöfn hennar við störf á Ítalíu fyrir Frontex, landamærastofnun Evrópusambandsins, og því var síðasta flug Jakobs farið þaðan.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024

Jakob hefur verið flugmaður hjá Landhelgisgæslunni frá árinu 1987.

Jakob flaug bæði þyrlum og flugvélum Landhelgisgæslunnar en síðustu ár hefur hann verið flugstjóri á eftirlitsflugvélinni TF-SIF. Hann var flugstjóri í fjölmörgum eftirminnilegum björgunarflugum á löngum og farsælum ferli.

Jakob fór ásamt áhöfninni á TF-SIF í sitt síðasta flug frá Sikiley í dag og fékk góðar móttökur frá félögum sínum, flugvallarstarfsmönnum og fjölskyldu sinni sem lagði leið sína til Ítalíu til að fagna þessum merka áfanga með Jakobi þegar vélin lenti nú síðdegis.

Greint er frá þessu á síðu Landhelgisgæslunnar sem þakkar Jakobi vel unnin störf og óskar honum velfarnaðar í næsta kafla lífsins.











Ljósmyndir: Landhelgisgæslan