Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Jafnlaunavottun mikilvægt skref í að framfylgja jafnréttisáætlun Suðurnesjabæjar
Hilmar Bragi Bárðarson
Hilmar Bragi Bárðarson skrifar
þriðjudaginn 4. ágúst 2020 kl. 10:37

Jafnlaunavottun mikilvægt skref í að framfylgja jafnréttisáætlun Suðurnesjabæjar

Jafnlaunavottun hefur verið innleidd hjá Suðurnesjabæ en hún er hluti af því að framfylgja jafnréttisáætlun Suðurnesjabæjar sem samþykkt var undir lok árs 2019.

„Bæjarráð Suðurnesjabæjar lýsir ánægju með vottunina sem er mikilvægt skref í að framfylgja jafnréttisáætlun Suðurnesjabæjar sem samþykkt var í nóvember 2019. Með vottuninni staðfestist að hjá Suðurnesjabæ séu launaákvarðanir kerfisbundnar og að reglulega sé fylgst með því að starfsfólk sem vinnur jafnverðmæt og sömu störf fái sambærileg laun óháð kynferði eða öðrum ómálefnalegum þáttum,“ segir í afgreiðslu bæjarráðs Suðurnesjabæjar.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024