Jafn margir ætla til útlanda og vera heima í fríinu
Spurt út í þjónustu Heilbrigðisstofnunar Suðurnesja í nýrri vefkönnun vf.is
Fjórir af hverjum tíu ætla til útlanda í sumarfríinu og nákvæmlega sami fjöldi ætlar að verja sumarfríinu hér heima, samkvæmt vefkönnun Víkurfrétta. Um fimmtungur hefur ekki ákveðið sig og ætlar kannski að bíða og sjá hvernig veðurguðirnir verða í sumar.
Um 700 manns tóku þátt í könnuninni.
Við spyrjum næst út í þjónustu Heilbrigðisstofnunar Suðurnesja en stofnunin hefur verið í umræðunni að undanförnu í kjölfar úttektar embættis landlæknis.