Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Jackass stjarna talin hafa skemmt bílaleigubíl
Þriðjudagur 26. júní 2012 kl. 15:53

Jackass stjarna talin hafa skemmt bílaleigubíl



Eins og greint var frá á vf.is í morgun þá er hinn þekkti ólátabelgur Bam Margera staddur á landinu um þessar mundir og gistir hann á hóteli í Reykjanesbæ. Samkvæmt áráðanlegum heimildum Víkurfrétta á Bam að hafa komist í kast við lögin í gær en þá var lögreglan kölluð til á hótelinu vegna leigubifreiðar sem reyndist skemmdur og hafði ekki verið skilað á réttum tíma á bílaleigu.

Samkvæmt heimildum Víkurfréttia var bifreiðin í leigu hjá Bam Margera en hann hafði ílengst hér á landi eftir að hafa misst af flugi. Kappinn var ekkert að hika og greiddi víst tjónið með kreditkorti sínu um leið, rúma milljón króna.

Tengd frétt
: Stórskemmdu bílaleigubíl og borguðu milljón á staðnum

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024