Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Já veitir 50 atvinnu í Reykjanesbæ
Miðvikudagur 30. nóvember 2011 kl. 09:37

Já veitir 50 atvinnu í Reykjanesbæ

Upplýsingaveita Já í Reykjanesbæ hefur vaxið hratt síðan fyrirtækið opnaði á miðju ári 2006. Þá störfuðu sex starfsmenn hjá Já í Reykjanesbæ. Í dag eru starfsmenn fyrirtækisins orðnir 50 talsins og hefur starfsmannafjöldinn í Reykjanesbæ tvöfaldast á þessu ári.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024

Já flutti nýverið starfsstöð sína í Reykjanesbæ frá Hafnargötu og í nýtt húsnæði við Iðavelli. Íris Sigtryggsdóttir, svæðisstjóri Já í Reykjanesbæ, sagði í samtali við Víkurfréttir að nauðsynlegt hafi verið að fá rýmra húsnæði fyrir starfsemina í Reykjanesbæ. Í kjölfar þess að Já lokaði á Akureyri og fækkaði starfsstöðvum sínum úr þremur í tvær í hagræðingarskyni, var tekin ákvörðun um að stækka Já í Reykjanesbæ. Þar vinna nú 50 manns á öllum tímum sólarhringsins við að svara í símann fyrir 118. Þá er einnig símaver í Reykjanesbæ sem leggur áherslu á sölu áskrifta fyrir Skjáinn.

Úr nýrri starfsstöð Já í Reykjanesbæ. VF-myndir: Hilmar Bragi