Ivanov upplýstur um varnarliðsmál á Íslandi
Igor Ivanov, framkvæmdastjóri rússneska þjóðaröryggisráðsins, og næst æðsti maður Rússlands, á eftir Pútín, er farinn vestur um haf ásamt 30 manna fylgdarliði sínu eftir sólarhrings dvöl í Keflavík.
Hann varði tímanum til að anda að sér fersku Suðurnesjalofti og fór meðal annars í Bláa lónið. Þá fór hann einnig í gönguferðir um næsta nágrenni Hótels Keflavíkur, þar sem hann gisti.
Vegna tæknilegra vandamála í flugvél Igors tafðist vélin hér mun lengur en fyrstu áætlanir gerðu ráð fyrir. Það mun ekki hafa komið að sök og mun hópurinn allur vera endurnærður eftir dvölina í Keflavík.
Heimildir Víkurfrétta segja að Ivanov sé á leið til fundar við Georg W. Bush Bandaríkjaforseta. Ivanov setti sig aðeins inn í málefni Varnarliðsins hér á landi og ætlar að koma inn á þau mál á fundinum með Bush.
Mynd: Igor Ivanov fer frá Hótel Keflavík síðdegis.
Hann varði tímanum til að anda að sér fersku Suðurnesjalofti og fór meðal annars í Bláa lónið. Þá fór hann einnig í gönguferðir um næsta nágrenni Hótels Keflavíkur, þar sem hann gisti.
Vegna tæknilegra vandamála í flugvél Igors tafðist vélin hér mun lengur en fyrstu áætlanir gerðu ráð fyrir. Það mun ekki hafa komið að sök og mun hópurinn allur vera endurnærður eftir dvölina í Keflavík.
Heimildir Víkurfrétta segja að Ivanov sé á leið til fundar við Georg W. Bush Bandaríkjaforseta. Ivanov setti sig aðeins inn í málefni Varnarliðsins hér á landi og ætlar að koma inn á þau mál á fundinum með Bush.
Mynd: Igor Ivanov fer frá Hótel Keflavík síðdegis.