Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

 Ítrekuð útköll að sama húsinu vegna foks
Föstudagur 27. janúar 2012 kl. 13:34

Ítrekuð útköll að sama húsinu vegna foks

Björgunarsveitin Ægir í Garði var kölluð út í hádeginu til að festa niður þakjárn á gömlu íbúðarhúsi í Garði.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024

Björgunarsveitin hefur ítrekað farið í útköll að þessu húsi á síðustu vikum og mánuðum þar sem þakjárn hefur verið að losna. Það var lögreglan á Suðurnesjum sem óskaði eftir aðstoð björgunarsveitarinnar en íbúar í nágrenni við húsið voru einnig búnir að vera í sambandi við björgunarsveitina af ótta við að þakjárn myndi fara að fjúka og valda tjóni í nágrenninu.

Meðfylgjandi mynd var tekin á vettvangi nú áðan.