Ítrekuð skemmdarverk á húsi KFUM og K
Ítrekuð skemmdarverk hafa verið unnin á húsi KFUM og K í Keflavík síðustu misseri. Forstöðufólk hússins hefur nú fengið nóg.Ungmenni hafa gert sér að leik að kasta grjóti að anddyri hússins og oftar en ekki brotna rúður. Fyrir helgi voru allar rúður í anddyri félagsheimilisins brotnar og mikið tjón unnið. Skemmdarverkin voru unnin í björtu.
Forstöðufólkið segir grjóthríðina koma frá leikvelli gengt húsinu. Nú stendur til að setja upp eftirlitsmyndavélar á svæðinu til að komast að því hver stendur fyrir skemmdarverkunum en tjónið nemur orðið hundruðum þúsunda og sú staða að koma upp að tryggingafélög vilja ekki tryggja félagið vegna ítrekaðra skemmdarverka.
Forstöðufólkið segir grjóthríðina koma frá leikvelli gengt húsinu. Nú stendur til að setja upp eftirlitsmyndavélar á svæðinu til að komast að því hver stendur fyrir skemmdarverkunum en tjónið nemur orðið hundruðum þúsunda og sú staða að koma upp að tryggingafélög vilja ekki tryggja félagið vegna ítrekaðra skemmdarverka.