Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Ítrekað stolið úr sama bátnum
Laugardagur 22. apríl 2006 kl. 15:47

Ítrekað stolið úr sama bátnum

Ítrekað hefur verið brotist inn í sama bátinn, Kristbjörgu II, þar sem hann liggur við festar í Njarðvíkurhöfn og bíður eftir því að komast í slipp. Er nánast búið að hreinsa allt innan úr bátnum, bæði innréttingar, tól og tæki og nemur tjónið um tveimur milljónum króna að sögn eigandans, Garðars Sveinssonar.

Garðar segist þurfa að bera kostnaðinn sjálfur þar sem tryggingar nái ekki yfir tjón af þessu tagi heldur einungis tjón vegna óhappa. Hann keypti bátinn í janúar og hugðist setja hann í slipp. Á meðan var báturinn við festar í höfninni. Þegar Garðar vitjaði bátsins talsvert síðar kom í ljós hvers kyns var og hefur hann kært málið til lögreglu.
Biður Garðar þá sem kunna að hafa einhverja vitneskju um málið að hafa samband við lögregluna.
Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024