ÍTREKAÐ REYNT AÐ HINDRA LÖGREGLUMENN VIÐ SKYLDUSTÖRF
Æ algengara virðist það vera að reynt sé að hindra lögreglumenn við skyldustörf og jafnvel veittst að þeim með ofbeldi. Á föstudagskvöld réðist ungur maður að lögreglumönnum sem voru að handtaka annan aðila og á laugardagskvöld var handtekinn maður frelsaður úr höndum lögreglu með valdi og komst sá undan á hlaupum. Þung viðurlög liggja við því að hindra lögreglumenn við skyldustörf sem og að beita ofbeldi gegn lögreglumönnum skv. almennum hegningarlögum eða frá sektum að 6 ára fangelsi.