Ítreka andstöðu við breytingar á sjúkraflutningum
Viðræður um yfirtöku Grindavíkurbæjar á sjúkraflutningum HSS í Grindavík voru aftur á dagskrá bæjarráðs Grindavíkur í byrjun mánaðarins. Þar var svar velferðarráðuneytis lagt fram, þar sem upplýst er að ráðuneytið getur ekki veitt meira fjármagni til verkefnisins að óbreyttum fjárlögum.
Bæjarráð Grindavíkur harmar hve langan tíma hefur tekið að fá svör frá ráðuneytinu vegna málsins og ítrekar andstöðu sína við breytingar á sjúkraflutningum í Grindavík, sem fela í sér að ábyrgð á flutningunum færast frá Heilbrigðisstofnun Suðurnesja til Brunavarna Suðurnesja.