Íþróttamótið Hreystimeistarinn haldið í Garðinum í fyrsta sinn
Íþróttamótið, Hreystimeistarinn, verður haldið á sjómannadaginn í íþróttahúsinu í Garðinum klukkan 15. Að sögn Arnars Steinars Marinóssonar sem skipuleggur mótið með Hirti Guðbjartssyni, er aðalatriðið að sem flestir taki þátt og á sínum forsendum. Hugmyndin að mótinu var að fólk myndi hafa eitthvað markmið til að koma sér í form. Með þessum viðburði sem vonandi verður fastur liður á sjómannadaginn, vaknar fólk vonandi til meðvitundar um mikilvægi hreysti. Enda er enginn nauðsyn að vera kraftajötunn til að taka þátt þar sem úthald og þol skipta meiru máli hér.
Mótið er byggt á fitness tímaþrautum þar sem einstaklingar eiga að þræða braut þar sem leika þarf hinar ýmsu kúnstir. Það er um að gera að taka alla fjölskylduna með því brautirnar verða aðlagaðar að aldri og hreysti keppenda.
„Það er aðalatriðið að fólk komi og sé með í mótinu. Enginn þarf að hafa áhyggjur á því að tapa þar sem ekki verður verðlaunað sérstaklega fyrir besta tímann. Þó verður hægt að kíkja til dómarans og sjá sinn persónulega tíma,“ sagði Örn Steinar.
Foreldrar eru hvattir til að koma með börn sín en byrjað er á barnabrautinni. Eina forkrafan er að börnin geti gengið nokkurn vegin sjálf en foreldrarnir geta að sjálfsögðu hjálpað þeim að klára þrautina. Eftir að börnin hafa tekið þátt er komið að unglingaflokknum, kvennaflokknum og að lokum að karlaflokki. Þess má geta að byrjað verður á því að draga bíl og börnin verða ekki undanskilin frá því þar sem sérútbúinn kassabíll verður á brautinni.
Þátttaka í mótinu er án endurgjalds og skráning fer fram í íþróttahúsinu í Garðinum á sjómannadaginn.
Mótið er byggt á fitness tímaþrautum þar sem einstaklingar eiga að þræða braut þar sem leika þarf hinar ýmsu kúnstir. Það er um að gera að taka alla fjölskylduna með því brautirnar verða aðlagaðar að aldri og hreysti keppenda.
„Það er aðalatriðið að fólk komi og sé með í mótinu. Enginn þarf að hafa áhyggjur á því að tapa þar sem ekki verður verðlaunað sérstaklega fyrir besta tímann. Þó verður hægt að kíkja til dómarans og sjá sinn persónulega tíma,“ sagði Örn Steinar.
Foreldrar eru hvattir til að koma með börn sín en byrjað er á barnabrautinni. Eina forkrafan er að börnin geti gengið nokkurn vegin sjálf en foreldrarnir geta að sjálfsögðu hjálpað þeim að klára þrautina. Eftir að börnin hafa tekið þátt er komið að unglingaflokknum, kvennaflokknum og að lokum að karlaflokki. Þess má geta að byrjað verður á því að draga bíl og börnin verða ekki undanskilin frá því þar sem sérútbúinn kassabíll verður á brautinni.
Þátttaka í mótinu er án endurgjalds og skráning fer fram í íþróttahúsinu í Garðinum á sjómannadaginn.