Íþróttadagur eldri borgara
Stjórn Félags áhugafólks um íþróttir aldraðra ætlar að standa fyrir íþrótta- og leikdegi fyrir eldri borgara í Reykjanesbæ, Garðinum, Sandgerði, Grindavík og Vogunum miðvikudaginn 31. maí.Dagskráin hefst í íþróttahúsinu við Sunnubraut kl 10:00, með leikfimi, leikjum, dansi, og fleiru. Kl 11:30 verður gert hlé og boðið upp á súpu á vægu verði og jafnframt kynningu á mikilvægi þess að stunda hreyfingu, heilsunnar vegna.Eftir matinn verður haldið áfram, með kynningu á krikket og boccia í íþróttahúsinu við Sunnubraut.Vonandi taka eldri borgarar vel á móti þessum góðu gestum og fjölmenna í íþróttahúsið til að kynna sér holla hreyfingu.