Íþróttabandalag Reykjanesbæjar og Íþróttabandalag Suðurnesja ekki sama félagið
Fyrrum gjaldkera Íþróttabandalags Suðurnesja hefur verið stefnt fyrir fjárdrátt, eins og fram hefur komið í fréttum. Nokkurs misskilnings virðist gæta vegna þessa því formaður Íþróttabandalags Reykjanesbæjar hefur fengið þó nokkur símtöl út af málinu. Íþróttabandalag Reykjanesbæjar er hins vegar algjörlega ótengt Íþróttabandalagi Suðurnesja og gjaldkerinn allt önnur manneskja.
Það skal ítrekað að þessi tvö félög eru algjörlega aðskilin.
Það er fyrrum gjaldkeri Íþróttabandalags Suðurnesja sem er ákærður en ekki gjaldkeri Íþróttabandalags Reykjanesbæjar.
Þessu er hér með komið á framfæri, af gefnu tilefni.
-----
Tengd frétt: