Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Íþróttaakademían vígð
Fimmtudagur 1. desember 2005 kl. 22:59

Íþróttaakademían vígð

Íþróttaakademían í Reykjanesbæ var formlega vígð í dag að viðstöddum fjölda góðra gesta. Fyrsta skóflustungan var tekin fyrir ári síðan og er því hægt að líkja framkvæmdahraða við íslandsmet í hindrunarhlaupi eins og formaður Eignarhaldsfélagsins Fasteignar orðaði það við vígsluna. Hann afhenti guðföður Akademíunnar og bæjarstjóranum, Árna Sigfússyni og forstöðumanninum, Geir Sveinssyni, lykla, festa í orkusteina frá Snæfellsnesi. 
Starfsemin hófst í haust og er komin í fullan gang.
Árni Sigfússon, bæjarstjóri sagði að miðbær íþróttanna væri í nýrri akademíu og nú væri verið að lyfta menntun á hærri verðlaunapall í Reykjanesbæ.Forstöðumaður akademíunnar hefur fengið til liðs við sig fleiri kunna kappa eins og Sigurð Ingimundarson og fleiri í starfsliðið. Stofnendur akademíunnar eru Reykjanesbær, Eignarhaldsfélag Suðurnesja, Sparisjóðurinn í Keflavík, Íslandsbanki og Sjóvá. Margar hamingjuóskir bárust á vígsludaginn og rómuðu gestir aðstöðuna og útlit hennar. Séra Ólafur Oddur Jónsson, sóknarprestur í Keflavík blessaði húsið og meðal ræðumanna voru Hrannar Hólm, formaður stjórnar Akademíunnar og Guðfinna Bjarnadóttir, rektor Háskólans í Reykjavík en námið á háskólastigi er í samstarfi við HR.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024