Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Íþróttaakademían tilnefnd til Íslensku byggingarlistaverðlaunanna
Föstudagur 19. október 2007 kl. 14:13

Íþróttaakademían tilnefnd til Íslensku byggingarlistaverðlaunanna

Íþróttakademía Reykjanesbæjar er tilnefnd til Íslensku Byggingarlistarverðlauanna sem afhent verða á morgun 20. október á Kjavalsstöðum.

Íslensku byggingarlistarverðlaunin eru nú afhent í fyrsta sinn en alls bárust yfir 50 tilnefningar. Valnefnd skipuð þremur arkitektum hefur farið yfir tilnefnd verkefni og valið tíu sem koma til greina þegar verðlaunin verða afhent. Þessi verkefni eru:

• Aðalstræti 10, Reykjavík – endurgerð og nýbygging Argos arkitektar
• Birkimörk, Hveragerði – sambýli fatlaðra   PK arkitektar
• Gjörningaklúbburinn – innsetning    THG arkitektar
• Göngubrýr yfir Hringbraut     Studio Granda
• Háskólinn á Akureyri – skólahús    Gláma/Kím arkitektar
• Hof, Höfðaströnd – íbúðarhús    Studio Granda
• Íbúðir við Frakkastíg      Tangram arkitektar
• Íþróttaakademían, Reykjanesbæ – íþróttahús/skóli arkitektur.is
• Lækningalind – Bláa lóninu     AV arkitektar
• Safnasafnið, Svalbarðseyri – viðbygging   Ragnheiður Ragnarsdóttir

Samhliða verðlaunaafhendingunni verður sýning á þessum útvöldu verkefnum opnuð á Kjarvalsstöðum en þeim verður einnig gerð skil í sýningarbók sem kemur út sama dag.

Arkitektafélag Íslands stendur að íslensku byggingarlistarverðlaununum en Þyrping, þróunarfélag á sviði skipulagsmála og mannvirkjagerðar, er bakhjarl þeirra. Áætlað er að veita verðlaunin annað hvert ár. Við tilnenfingu verkerfna komu til álita verkefni á íslenskri grundu; mannvirki, skipulag og ritverk um íslenska byggingarlist sem lokið hafði verið við frá ársbyrjun 2005 eða síðar.

Skóflustunga að byggingu 1. áfanga Íþróttaakademíunar í Reykjanesbæ var tekin 13. nóvember 2004 en starfsemi skólans hófst haustið 2005. Þar fer nú fram kennsla í íþróttafræðum á háskólastigi í samvinnu við Háskólann í Reykjavík. Húsið er alls 2.700 m2 á tveimur hæðum. Arktitektar byggingarinnar eru þeir Páll Tómasson og Haraldur Örn Jónsson frá Arkitektur.is. Íslenskir aðalverktakar byggðu en húsið er í eigu Eignarhaldsfélagsins Fasteignar ehf.

Af vef Reykjanesbæjar

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024