Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Ítarlegt viðtal við Ólaf Björnsson í vefsjónvarpi
Miðvikudagur 24. desember 2008 kl. 23:40

Ítarlegt viðtal við Ólaf Björnsson í vefsjónvarpi

 

Nú á aðventunni settumst við niður með Ólafi Björnssyni, fyrrum skipsstjóra og útgerðarmanni, og ræddum við hann um lífið og tilveruna, allt frá því hann kom til Keflavíkur sem barn og til kreppunnar sem við upplifum í dag. Hann ræðir útgerðarsögu sína, afskipti af pólitík, málefni Helguvíkur og afskipti af ferðaþjónustu, svo eitthvað sé nefnt.
 
Viðtalið við Ólaf tekur um klukkustund og stundarfjórðung betur. Til að auðvelda viðtalið í spilun höfum við klippt það niður í níu hluta sem eru aðgengilegir í Vefsjónvarpi Víkurfrétta eða með því að smella á meðfylgjandi slóðir.
 
Fyrir mistök þegar skrárnar voru gerðar þá féll út önnur hljóðrásin, þannig að spurningar frá spyrli heyrast lágt. Nýjar skrár verða gerðar strax eftir jól og settar hér inn fyrir þá sem kjósa að vista viðtalið inn á tölvur sínar til að eiga.
 
Einnig má panta DVD-disk með viðtalinu með því að senda póst á [email protected]. Diskurinn kostar 2000 krónur og verður afgreiddur strax á nýju ári.
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024